Vilt þú taka þátt í að tryggja flugöryggi?
Umsóknarfrestur 21.09.2025
Fullt starf
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur og viðhald á fjarskiptabúnaði, net- og símkerfum, veðurkerfum, flugleiðsögubúnaði, radartengdum kögunarbúnaði, myndavélakerfum og öðrum sérhæfðum búnaði
- Verkefni inni og úti - allt frá tölvubúnaði til mastra
- Dagvinna með bakvaktarkerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnþekking á net- og fjarskiptakerfum
- Reynsla af rekstri fjarskiptabúnaðar
- Góð tölvukunnátta
- Áhugi á tæknimálum og fljót/ur að tileinka sér nýjungar
- Skipulagshæfni
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í góðri liðsheild
- Hæfni til að vinna í hæð
- Góð kunnátta á íslensku og ensku
- Þekking á Linux - kostur en ekki skilyrði
- Við leitum eftir einstakling sem er vanur/vön fjallaferðum að vetrarlagi - kostur en ekki skilyrði
Tengiliður
Sigmar T. Ágrímsson